Staðlota eitt

Við erum þegar byrjuð að hita okkur upp. Vonandi gengur ykkur vel að lesa ykkur í gegnum bókalistann og listann yfir möguleg verkefni. Því mér finnst skipta máli að á staðlotunni höfum við tíma til að gera hluti sem er síður hægt að gera yfir netið. Þannig að hugmyndin er að bjóða upp á námskeið eins og ég held oft úti í fyrirtækjum þegar ég kenni sérfræðinum fyrirtækja að þjálfa samstarfsfólk sitt. Á þann hátt ættuð þið bæði að fá góðan hluta þess innihalds sem við tökum fyrir á þessu námskeiði á einum degi, OG fá að upplifa margt af því sem gjarnan er lögð áhersla á að láta gerast á námskeiðum fyrir fullorðna.  Munið eftir að prenta og taka með heftið: Virkjum Þátttakendurna

Dagskrá

Dagskrá staðlotunnar. Smelltu á myndinni til að sækja dagskránna sem pdf skjal

Þeir sem geta eru beðnir að koma korter fyrir 9 til að taka þátt í að gera kennslustofuna tilbúna fyrir daginn.

Skildu eftir svar