========= ATH þessi síða er enn í vinnslu – og verður í vinnslu allt námskeiðið. kennarinn mun bæta efni hér inn eftir hendinni ============
Upptakan er gömul… ég hef númerað þemun aðeins öðru vísi núna.
Ný upptaka kemur fljótlega.
Námskeiðið Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum snýst um það að undirbúa þátttakendur undir það að skipuleggja og leiða alls konar námsferla fyrir fullorðna.
Þess vegna er stefnt er að því að þátttakendur geti við lok námskeiðs:
- lýst nokkrum algengum nálgunum um hvernig námsferlar eru skipulagðir fyrir fullorðna ásamt því að greina frá kenningum og viðhorfum sem liggja þeim að baki,
- notað mismunandi aðferðir til að skipuleggja nám fyrir fullorðna,
- rökstutt skipulag kennslu og framkvæmd hennar með vísun í rannsóknir, kenningar og viðurkennd viðhorf til fræðslustarfs með fullorðnum,
- lýst kennsluaðferðum og flokkað eftir viðurkenndum flokkunarkerfum, kunni skil á fræðilegri flokkun kennsluaðferða,
- skipulagt, undirbúið og framkvæmt kennslu, og önnur námsferli fyrir fullorðna og
- geti bæði gagnrýnt eigin kennslu og annarra og rökstutt gagnrýnina.
Til þess að ná þessum hæfniviðmiðum bjóðum við upp á ferli þar sem þátttakendur kynna sér ákveðið innihald úr bókum, greinum og fyrirlestrum og vinna verkefni til að þjálfa færnina sem lýst er í hæfniviðmiðunum:
Verkefnið að skipuleggja nám fyrir aðra er alls ekki nýtt á nálunum. Verkefnið er tekið fyrir undir væng svo kallaðra námskrárfræða, en segja má að framlag Ralph Tyler um miðja síðustju öld hafi með bók hans Basic Principles of Curriculum and Instruction lagt línurnar sem flestir byggja enn á þegar þeir hugsa skipulega um verkefnið að skipuleggja nám fyrir aðra. Robert Gagné skrifaði síðan bókina Principles of Instructional Design um efnið og hefur hún verið notuð í fullorðinsfræðslunni í mörg mörg ár. Nú er hún komin til ára sinna, þannig að við notum hana ekki lengur sem aðal bók, en skipting hans á efninu mótar enn hvernig ég skipulegg þetta námskeið. Þannig skipti ég efni þessa námskeiðs niður í 7 hluta, þar af tökum við aðeins fimm sérstaklega fyrir:
- Kerfi og nálganir við hönnun námsferla
- Hvernig lærir fólk.
- Greining námsþarfa
- Markmið
- Hönnun námsferla
- Stjórnun Námsferla
- Mat
Þemun „Greining fræðsluþarfa“ og „Mat“ eru tekin fyrir á sérstökum námskeiðum við námsleiðina, og koma því aðeins stuttlega við sögu hér.
Í þessu skjali vísa ég oft í möppu á OneDrive sem inniheldur heilmikið efni frá mér sem tengist námsefninu ásamt nokkrum fræðilegum greinum og ljósritum úr bókum. Aðgang að möppunni fær maður með netfangi við HÍ og lykilorði.
Inngangur
Hér ætlum við að koma okkur af stað og átta okkur á viðfangsefninu, hvert öðru og námsumhverfinu.
Við fáum smá yfirlit yfir skipulagningu náms sem sérstöku ferli og áttum okkur á nokkrum ólíkum leiðum til að nálgast skipulagningu náms.
Á staðlotunni förum við hratt yfir sögu: Tökumst á við spurningar sem tengjast því að skipuleggja nám fyrir aðra og kynnum nokkrar hagnýtar aðferðir.
Fyrstu vikurnar skiptir líka máli að læra að nota námsumhverfið, venjast þvi að skiptast á skoðunum á Facebook, á námskeiðsvefnum bæði á sem viðbrögð við bloggfærslum og við það að nota umræðuþræði. Sömuleiðis að læra að nota Diigo til að vista gagnlegt efni sem við finnum á vefnum.
1. Kerfi og nálganir við hönnun námsferla
Fyrsta alvöru fræðilega umræðan okkar snýst um að fá yfirlit yfir ólíkar aðferðir eða nálganir til þess að skipuleggja nám. .
Annar kaflinn hjá Gagné er þar gagnlegur til að fá yfirlit yfir ADDIE módelið sem hefur verið mjög áberandi í Bandaríkjunum, einkum innan fyrirtækja.
- Lesið inngangskafla í yfirlitsbókunum sem þið hafið valið ykkur, Þá er oft hægt að lesa á netinu (Amazon eða Google Books, eða hjá útgefanda) eða lesið 2. kaflann í Gagné og jafnvel einhverjar bloggfærslr um Addie modelið
- Kíkið líka í möppuna okkar: 1. Kerfi og nálganir
En við ætlum líka að skoða þrjár aðrar nálganir (ATH þessi þemu verða tekin fyrir á staðlotu 2 og í kjölfar hennar):
Nálgun Caffarella: En hennar bók hefur notið vinsælda um árabil og þykir hagnýt og gagnleg. Ég er sérlega ánægður með hennar nálgun vegna þess að hún leggur áherslu á yfirfærslu þekkingar og að maður þurfi að skipuleggja öll námsferli með það í huga að það styðji við yfirfærslu þekkingar yfir í
- Sjá efnisorðið Transfer í Diigo listanum mínum, kíkið sérstaklega á efnið frá Wahlgren og Aarkrog.
- Bókin sjálf: Planning Programs for Adult Learners
- Sjá Diigo listann um Caffarella
Business Model Generation er í raun og veru aðferð til að finna út með hvaða hætti fyrirtæki eða stofnun vill bjóða fram þjónustu sína eða vö EN það má líka nota til að skipuleggja nám fyrir aðra, enda er námstilboð, námsferli eða námskeið oftast nær einhvers konar „Business“. Einhver veitir öðrum þá þjónustu að styðja við nám hans og greiðslur fara á milli aðila stundum þó um þriðja aðila 😉
Þriðja nálgunin sem við ætlum að skoða er „Design Thinking“. Hér er verið að nota aðferðir hönnunar til að skipuleggja nám fyrir fullorð
- Hér er eitthvað lesefni um Design Thinking
- Mappa þessa þema
Málið fyrir þátttakendur á námskeiðinu er að kynna sér allar aðferðirnar stuttlega og kafa svo ofan í eina með hóp samnemenda, prófa hana og kynna fyrir hinum.
Verkefni
Til að ná utan um þetta þema verður önnur staðlota helguð tveimur nálgunum: Design Thinking og Business Model Generation. Staðlotan skiptist í tvö verkstæði með sitt hvorri nálguninni.
Þátttakendur vinna svo í kjölfarið hópverkefni um aðra hvora nálgunina, eða jafnvel um eina af ofannefndum þremur. og kynna á þriðjudagsfundum okkar og/eða á námskeiðsvefnum.
2. Hvernig lærir fólk…
Þegar þú ætlar að skipuleggja nám fyrir aðra liggur í augum uppi að skipulag þitt mun mótast af þekkingu þinni og viðhorfum til þess hvernig við lærum. Öll hafið þið ykkar eigin hugmyndir um nám, og svo hafið þið lært ýmislegt á skipulegan hátt einhvern tíma, jafnvel kynnt ykkur einhverjar rannsóknir og kenningar. Þegar við tökumst á við þetta þema er málið að átta okkur á mörgum hliðum náms… kannski er viðfangsefnið nám, eins og demantur… með ótal hliðum…
Til þess að ná valdi á þessu þema er sniðugt að rifja upp hugmyndir okkar um það hvernig fólk lærir, hvað nám er, og hvað þýðir það að skipuleggja nam fyrir aðra og svo að byrja á að bæta við nýrri þekkingu.
Hvað getur þú gert?
Byrjaðu t.d. á því að punkta niður svör þín við spurningum eins og:
- Hvað er nám?
- Hvenær lærir fólk?
- Hvað hjálpar fólki að læra nýtt?
- Hvað hindrar nám?
- Hvernig læri ég helst?
Þú gætir hlustað á nokkra fyrirlestra um ólíkar hliðar nams
Í möppu á OneDrive um þetta þema hef ég sett nokkur hugarkort og greinar sem ég hvet ykkur til að skoða, sérstaklega
- Lesið allar greinarnar þrjár eftir Keith Sawyer. Þær gefa allar yfirlit yfir nýjustu stöðu rannsókna á námi og afleiðinga þeirra fyrir kennslu.
- Í möppunni finnið þið lítið hefti með stuttum texta „Um nám fullorðinna“ þar sem ég tek fyrir stuttlega að nám skipulagt af öðrum er lítill hluti náms fullorð og ýmislegt annað UM nám fullorðinna sem ætti að koma að gagni.
- Grein eftir Hróbjart um sérstöðu fullorðinna námsmanna
- Samantekt eftir Zemke hjónin á fyrri rannsóknum á sérstöðu náms á fullorðinsárum
- Í yfirlitsbókunum öllum ættu að vera almennir kaflar um nám, þá má t.d. finna í kafla 5 og 6 í bók Gagné
- Í Diigo safninu undir lykilorðinu „Fullorðnir námsmenn“ og undir Nám er óflokkað safn vefsíðna og greina sem ég hef rekist á í gegnum árin og fundist áhugaverð
- Bloggfærsla um áhrif áhuga á nám
- Hér er veffundur af fyrra námskeiði þar sem er að finna smá innlegg frá mér um nám
- Hugmyndir um að fólk nálgist nám á ólíkan hátt hafa leitt til þess að sumir halda því fram að rétt sé að miða kennslu við ólíkar námsnálganir (learning styles) fó Ekki eru þó allir sammála um það. Þó er rétt að kynna sér þessar hugmyndir lítið eitt í tengslum við þetta má benda á fyrirlestur sem ég hélt um Einstaklingsmiðað nám í fullorðinsfræðslu. (Glærurnar):
Sömuleiðis er ekki úr vegi að fylgjast með þessum fyrirlestri frá Hróbjarti. Sem er á svipuðum nótum og bókarkaflinn eftir Sawyer, en út frá sjónarhorni sköpunar:
- Lesið endilega þessa færslu um orðanotkun um nám á íslensku
- Takið svo þátt í umræðum um þemað á umræðuþráðum námskeiðsins.
- Hér er upptaka frá fundinum um 2. þemað .
3. Greining námsþarfa
Greining fræðsluþarfa er í sjálfu sér fyrsta skrefið í skipulagningu námsferla fyrir aðra. (En stundum er það líka afmarkað og sérstakt verkefni. Þess vegna er við námsleiðina sérstakt námskeið um það. En hér skoðum við það stuttlega – aðallega sjálf)
Þegar þið þurfið að greina námsþarfir er málið að átta sig á því:
- Hverjir eiga / vilja læra
- Hvað
- Hvernig (Hversu vel ==> sjá umræðu um markmið)
Þessum spurningum er hægt að svara með því að:
- Skoða gögn frá fyrirtækinu
- Skoða námskrár
- Skoða fræðilegt efni UM viðfangsefnið
- Fá upplýsingar um væntanlega þátttakendur
- Átta sig á samhenginu
Gott ráð: Þú ættir að skrifa stuttan kafla um þetta í kennslufræðilega rökstuðninginum fyrir námskeiðið þitt. Hann verður þá hluti af möppunni sem heitir kennslufræðilegar forsendur.
- Stutt hagnýt handbók um þarfagreiningu eftir Hróbjart og félaga
- Þessi skýrsla setur hlutina í ágætis samhengi
- Það má finna góðan lista yfir lesefni um þarfagreiningu á Diigo
- Sömuleiðis er um að gera að kynna sér lítið eitt um umræðuna um hæfni… t.d. þarfir atvinnlífsins fyrir hæfni og færni
4. Markmið
Þegar fólk ákveður að læra eitthvað nytt, er það vegna þess að það vill vita, geta eða kunna eitthvað nýtt.
Ef einhver vill t.d. læra að keyra bíl, þá þarf hann/hún að vita ýmislegt um bíla og hvernig er hægt að stjórna þeim og um umferð; hvernig hún virkar og hvernig ökumenn eiga að hegða sér í umferðinni.
Þegar maður skipuleggur nám fyrir aðra er það vegna þess að maður ætlar að hjálpa þeim að ná markmiðum sínum. Námið hefur þar af leiðandi einhver markmið. Þegar námið er búið veit, kann og getur þátttakandi í náminu eitthvað sem hann/hún vissi ekki, kunni ekki og gat ekki áður – eða a.m.k. ekki eins vel og hann/hún vildi.
Þess vegna skrifar maður markmið fyrir námsferlið sem maður ætlar að skipuleggja. En það getur verið gletilega flókið verkefni að skrifa góð markmið fyrir námskeið. EN skýr markmið hjálpa bæði skipuleggjanda, kennara og nemanda að átta sig á verkefninu.
Skýr markmið hjálpa skipuleggjandanum að átta sig á því hvaða skipulag, námsefni og viðfangsefni hjálpa nemanda til að læra það sem námsferlið á að hjálpa nemandanum til að læra.
Þau hjálpa kennara að útbúa verkefni, skipuleggja og ekki síst að leggja mat á námið.
Að lokum styðja þau nemandann í námi sínu, mynd hans af því sem hann/hún þarf að ná tökum á.
Nám snýst gjarnan um að auka þekkingu, færni og leikni
Það sem við skoðum sérstaklega eru svo kölluð „Atferlismarkmið“ að hætti Robert Mager.
Sjá t.d.
- Bók Robert Mager um Markmið
- Kafla í yfirlitsbókunum um markmið
- Bloggfærslu um markmið
- Bloggfærslu um gagnlegar sagnir við ritun markmiða
- Verkefnislýsinguna (Hér er líka vísað í meira námsefni)
- Möppuna um markmið
- Óflokkaður diigo listi um markmið
5. Hönnun námsferla
Nú komum við að kjarnanum í námskeiðinu: Viðfangsefninu að hanna námsferla fyrir fullorðið fólk. Hér svörum við spurningunni … Hvað þarf til þess að hjálpa nemendum að ná markmiðum námskeiðsins?
Það geta verið ótal leiðir að markmiðinu. Ef við viljum að fólk þvoi hendurnar til að minnka líkur á flensusmiti getur verið nóg að líma upp plakat með áminningu og leiðbeiningar um handaþvott – það er e.t.v. engin þörf á námskeiði um það 😉 Það gæti verið viðeigandi að skrifa leiðbeiningar um málefnið…, skipuleggja starfsdag, ráðstefnu, kynningu, námskeið sem getur varað frá einum eftirmiðdegi til heils árs, eða að skipuleggja Nám… þ.e. námsbraut eða skipulagt ferli þar sem fólk tekur þátt í tilteknum fjölda námskeiða og aflar sér smám saman tiltekinnar þekkingar og hæfni og útskrifast svo með skírteini. Það eru sem sagt ótal leiðir að markinu. Þú þarft að velja hvaða leið hjálpar því fólki sem þú ætlar að vinna með best til að ná markmiðum sínum.
Núna kemur að því að nota eitthvert módel sem við kynntumst á námskeiðinu og vinna ákveðin skref eins og
- Greiningu námsþarfa
- Ritun námsmarkmiða (hæfniviðmiða)
- Ákvörðun námsefnis
- Ákvörðun namsmats
- Skipulagningu námsferla
- Útfærslu atburða
- Kennslu
- Útfærslu námsmats
- … svo eitthvað sé nefnt
Þetta svið kennslufræðinnar er stundum kallað „Didaktik“ (e. didactics) (Besta greinin um þetta í Wikipedia er á þýsku en svo má á vinstri kanntinum finna greinar á öðrum málum)
Didaktik er á þýsku skilgreint sem „Fræðin um kennslu… eða fræði og starfsemi (Theori und Praxis) kennslu og náms.“ Hér eru viðfangsefnið í fyrsta lagi að ákveða hvað á að gera til þess að fólk nái markmiðum námsins og að skipuleggja atburði sem geta stuðlað að þessu námi.
Hvað gerum við þá?
Lesið í bók Gagné, eða annarstaðar efni sem gefur svör við spurningum eins og kafla:
- Hvernig greini ég og ákveð námsverkefni? (8 kafli hjá Gangé)
- Hvernig hanna ég náms/kennsluferla (Gagné: 9. Hönnun Kennsluferla)
- Hvernig skipti ég kennslu niður í afmarkaðar einingar (Gagné: 10. Atburðir kennslu)
- Hvernig skipulegg ég svo einstakar kennslustundir (Gagné: 12. Hönnun einstakra kennslustunda)
Til stuðnings finnið þið svo ítarefni í möppu þemans í OnDrive möppunni. Þar má finna þessi skjöl:
- 9 atburðir kennslu skv. Gagné gefa yfirlit yfir hvernig maður getur ímyndað sér – og skipulagt – námsferli eins og kennslustund. Atburðirnir þurfa ekki allir að eiga sér stað og ekki alltaf í sömu röð. Hér er bloggfærsla um efnið
- Þegar kemur að því að velja kennsluaðferðir er sniðugt að hafa í huga hvað hefur áhrif á valið. Skjalið Aðferðarfræði gefur örstutt yfirlit, en grein Müller frá 1990 um „Methodik“ eða Aðferðafræði gefur gott yfirlit yfir mikilvæg atriði við val aðferða.
- Gátlistinn „Aðferðafærni“ gefur yfirlit bandarískrar stofnunar: International Board of Standards for Training, Performance and Instruction (ibstpi®) yfir það helsta sem „fullorðinsfræðari“ þarf að kunna til að nota kennsluaðferðir. Þegar ég las þennan lista fyrst kom það mér á óvart að svona stuttur listi skyldi ná helstu atriðum sem menn virðast vera sammála um beggja vegna Atlandsála 🙂 (Þetta er hluti af 14 hæfnikröfum samtakanna til fullorðinsfræðara)
- „Aðferðafræði Kynning“ er fyrirlestur sem ég helt einhvern tíma um það hvernig maður hugsar þegar maður velur aðferðir og notar þær. Þar studdist ég heilmikið við skjölin tvö hér fyrir ofan.
- Blöðin „Skipulagt að markmiðum“ og „Samloka“ og gefa dæmi um tvær hugmyndir sem getur verið gott að hafa í huga þegar maður skipuleggur fræðslu fyrir aðra.
- Sjá líka þessa bloggfærslu um Samlokuna
- Hin blöðin eru aðferðalýsingar sem hafa safnast saman í sarpinn hjá mér á undanförnum árum.
- Tvö myndbönd þar sem ég fer yfir efnið: Um skipulagningu kennslu um 9 atburði náms skv. Gagné
Til þess að ná valdi á þessum atriðum eru verkefni eins og stóra einstaklingsverkefnið: Námskeiðsmappan, og að skrifa aðferðalýsingar, fylgjast með kennslu, kennsluæfing, þemakynning – sérstaklega hlutinn þar sem hópur kynnir sér kennslu og gerir skýrslu.
6. Stjórnun námsferla
Stjórnun námsferla er það sem við gerum þegar við bjóðum fólk velkomið og leiðum í gegnum atburð sem hefur þann tilgang að auka þekkingu þeirra á einhverju málefni, auka hæfni þeirra, þjálfa leikni þeirra eða jafnvel gefa þeim tækifæri til að skoða viðhorf sín og breyta þeim ef þeim finnst ástæða til. Sem sagt að leiða ferli sem geta leitt til varanlegra breytinga á þekkingu, hæfni, leikni og/eða viðhorfum. (=nám)
Þar reynir á hæfni okkar í mannlegum samskiptum og þekkingu á því hvernig maður skapar andrými sem stuðlar að og styður við nám. Hér er um að ræða að leiða hóp þátttakenda í gegnum óöryggi upphafsins, skapa félagslegt andrými þar sem er gott að læra, koma af stað og stýra alls konar námsferlum og stjórna lok atburða þannig að þátttakendur séu tilbúnir að nýta það sem þeir hafa lært.
Lesefni:
- Eitthvað um námsumhverfi og námsumhverfi í hópum í yfirlitsbókunum
- Efni í OneDrive Möppunni :
- Um námsumhverfi
- Um upphaf (Sjá líka bloggfærslu og fyrirlestur um upphaf)
- Um Endi
- Um spurningar sem kennsluaðferð
- 3 blöð frá ibstpi um hæfni fullorðinsfræðara:
- um kennslustofuna
- um námsumhverfi
- um spurningar
- og fleira sem þið finnið sjálf og tengist viðfangsefninu
Mat
Lokapunkturin í ferlinu sem snýr að því að skipuleggja og framkvæma fræðslu með fullorðnum er að meta það:
- Meta að hve miklu leiti þátttakendur hafa náð markmiðum námsferlisins (Námsmat – e. Assessment)
- Meta að hve miklu leiti það ferli sem við bjuggum til og leiddum stuðlaði að því að þátttakendur nái markmiðum sínum, eða „hagsmunaaðilar“ nái þ.. t.d. að það verði færri mistök í framleiðslu eftir að starfsmenn fyrirtækis fóru í gegnum einhvers konar þjálfunarferli (Námskeiðsmat e. Evaluation)
Á þessu námskeiði er rétt er að kynna sér nokkrar kjarnaspurningar námsmats og námskeiðsmats, – allt eftir þörfum, en annars eru þær teknar fyrir á tveimur aðgreindum námskeiðum við námsbrautina „Nám fullorðinna“.
Lestur:
- Eitthvað um námsmat (þetta er viðfangsefni heilla námskeiða) en ekki er úr leið að kynna sér eitthvað efni sem tengist því. Flestar bækurnar hafa kafla um þetta (t.d. Gagné: Kafli 13. Mat á hæfni nemenda)
- Svo er það að kynna sér mat á námsferlinu sjálfu Bækurnar hafa allar kafla um það líka (Gagné. Kafli 16. Námskeiðsmat)
- Sjá líka möppuna
- Slóðir í gagnlegt efni um námsmat
- Í Diigo safninu mínu undir taginu „Mat“ má finna ýmislegt gagnlegt um námskeiðsmat.
Nám á tækniöld
Þróun upplýsingatækni hefur verið ákaflega hröð á undanförnum árum og þykir mörgum að þessi þróun ætti að hafa mikil áhrif á nám. Og vissulega hefur hún gert það… þó merkilega lítið miðað við þá byltingarkenndu möguleika sem upplýsinga og samskiptatæknin býður upp á.
Það er nauðsynlegt fyrir manneskju sem hyggur á það að skipuleggja og leiða nám fyrir fullorðna á 21 öldinni að taka afstöðu til þess hvert hlutverk hans/hennar er sem leiðtogi fyrir nemendur sína, sérstaklega hvað varðar að taka upplýsingatæknina í sína þjónustu í námi og starfi. Þetta skiptir sérlega miklu máli í ljósi þess að atvinnulífið er orðið þannig – og samfélagið allt – að allir virðast þurfa að vera færir um að afla sér stöðugt nýrra upplýsinga, læra nýja hluti, aflæra gamla, æfa sig og þjálfa í nýjum aðferðum og verkferlum, ætli þeir að geta notið þess sem samtíminn býður upp á, að ekki sé talað um að standast kröfur vinnumarkaðarins um aðlögunarhæfni.
Hér er því málið að velta fyrir sér hvaða merkingu hefur það fyrir nám og kennslu að svo til allir hafi aðgang að svo til öllum upplýsingum alltaf og allstaðar. Hvaða hæfni þarf fullorðinsfræðari að hafa til að geta stutt við nám nemenda sinna, hvaða hæfni þarf hann/hún að miðla, stuðla að og/eða ætlast til af nemendum sínum?
Hvað gerum við hér?
Ég á von á að þetta þema verði yfir-um og allt-í-kring á námskeiðinu, og ekki tekið fyrir sérstaklega. Við erum að gera tilraunir með tækni og þið upplifið ýmislegt. Veltið endilega fyrir ykkur upplifun ykkar af upplýsingatækninni, hvar styður hún við námið? Hvað finnst þér nauðsynlegt að kunna og geta sjálf/ur … Hvað finnst þér nauðsynlegt að miðla til nemenda þinna … og af hverju?
Mögulegt lesefni:
- Ætli diigo safnið mitt sé ekki fullt af alls konar efni um þetta efni, flokkað undir ótal efnisorð (tög) t.d.
- Í 10 ár hef ég tekið þátt í norrænu tengslaneti um notkun upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu. Afrakstur vinnu okkar má sjá
- á Wiki vef sem við höfum haldið úti frá upphafi ér og
- á vef Norræna tengslanetsins um fullorðinsfræðslu
- Viðtal við Hróbjart í Morgunblaðinu í Janúar
Hvað þýðir aukið aðgengi fólks að námsefni fyrir
skipulagningu náms?
- Hvaða námsefni nota ég
- Hvaða aðgang fá nemendur að námsefni
- Hvað flokka ég sem náms/kennsluefni
- Hvaða vinnu setur kennari/skóli í að auðvelda aðgang að námsefni
Hvaða áhrif hefur hún á kennslu
- hvernig kenni ég?
… en á nám
- hvernig læri ég?
- hvað læri ég?
- hvað læri ég „utanað“
- hversu vel læri ég hvað
- …
You must be logged in to post a comment.