Nám, markmið og breytingar

Nám snýst um breytingar. Við nám breytir maður hæfni sinni; þekkingu, leikni og/eða viðhorfum. Þeir sem skipuleggja nám fyrir aðra hugsa þá um að hanna ferli sem getur leitt til tiltekinna breytinga í lífi þátttakenda námsferlisins.

Það má sjá það fyrir sér þannig að þátttakendur í ferlinu „fari inn í ferlið“ og komi breyttir út. Þótt Roger Waters og Pink Floyd hafi haft slæma reynslu af skóla, þá náðu þeir amk. að túlka þetta ákaflega skýrt:

Þótt við bjóðum fólki ekki lengur upp á nám til að gera alla eins, þá er vonandi gagnlegt að sjá þessa mynd fyrir sér þegar maður hugsar um ritun markmiða fyrir námsferli: „Hvað getur, veit, kann eða vill þátttakandi í námsferlinu EFTIR að því er lokið“. Markmið (eða hæfniviðmið – e. learning outcome = lærdómur) námsferlis er skýr framsetning á því sem kemur út úr ferlinu. Hverju þátttakendur geta verið nær að ferlinu loknu

 

Skildu eftir svar