Velkomin hingað, á námskeiðsvef námskeiðsins Skipulagning og framkvæmd náms með fullorðnum! Á þessum vef birtum við bloggfærslur í tengslum við námsefni námskeiðsins og bjóðum upp á umræður um þær bloggfærslur og umræðuþræði í tengslum við afmörkuð viðfangsefni.
Sum verkefni nemenda birtast líka á þessum vef. Hugmyndin að baki því að nota blogg eins og þetta fyrir námskeiðsvef er margþætt. En fyrst og fremst snýst málið um að venja þátttakendur á að nýta blogg sem vettvang fyrir starfsþróun sína, enda er blogg eins og þetta algengur miðill fyrir alls konar starfssamfélög.
Stundum finnst mér gott að byrja námskeið með tóman vef. Ég valdi þá leið núna. Þannig að smám saman kemur efni á vefinn.
Fyrsta skrefið er að skrá sig á vefinn, það gerir ykkur kleift að taka þátt í umræðum sem munu eiga sér stað hér.