Verkefni D. Design Thinking – skipulagning fræðslu með skapandi hugsun.

Hljóðglærur má finna hér!

(Hljóðglærur: Smellið á linkinn hér fyrir ofan, vistið PowerPoint skjalið, opnið skjalið, veljið „slide show“. Á hverri glæru kemur upp lítil mynd sem smellt er á og þá ætti talið að koma inn fyrir hverja glæru fyrir sig)

Hér má finna verkefnið sjálft!

Hvað er Design Thinking?


Í bókinni „Creative Confidence“ sýna Kelley bræður fram á að skapandi hugsun er hugarfar, ákveðin aðferð við að hugsa og lýsa því hvernig við getum tendrað sköpunarmeistarann innra með okkur.  Við þurfum ekki öll að vera listamenn en við getum verið skapandi lögfræðingar, læknar eða kennarar (Kelley,2013)
Design Thinking (DT) er hugarfar eða ákveðin aðferð skapandi hugsunar einnig verið þýtt sem hönnunarhugsun og nátengt frumkvöðlafræði (Capacent, 2016). Við höfum valið að nefna erlenda heitið Design Thinking sem skapandi hugsun sem er lýsandi fyrir þetta hugarfar og  drifkraft sem margir þekktir leiðtogar hafa tileinkað sér í dag.  Hér verður gerð stutt grein fyrir því hvernig atvinnulífið og menntavísindin hafa nýtt aðferðir skapandi hugsanir og hvernig skipulag námskeiðs er útfært með þessari aðferð.
Þessi hugsun gerði fyrst vart við sig undir lok sjöunda áratugarins og hefur fræðigreinin þróast mikið frá þeim tíma. Góður árangur stórfyrirtækja líkt og Apple, IBM og Pepsico hafa ýtt undir velgengni Design Thinking. Þá hefur hönnunarrisinn IDEO verið leiðandi aðili á sviði skapandi hugsunar, þróað aðferðir og sérhæft sig í fyrirtækjaráðgjöf á þessu sviði. Markviss kynning IDEO á skapandi hugsun hefur skapað vettvang fyrir aukna umræðu og þróun aðferðanna. Þess má geta að stofnendur IDEO eru einnig stofnendur Hasso Platner Institute of Design við Stanford Háskóla í Kaliforniu (d.school) sem er einn af leiðandi menntastofnunum í frumkvöðlafræði á heimsvísu.  Aðferðafræði skapandi hugsunar hafa verið skilgreind í mörgum ritum en stóru hugmyndasmiðirnir eru bræðurnir Tom og David Kelley stjórnendur IDEO hönnunarrisans og höfundar bókanna „The Art of Innovation“ og „Creative Confidence“ sem fjalla um þá ferla sem nauðsynlegt er að fara í gegnum í aðferðum skapandi hugsunar.

Skrefin fimm í Skapandi Hugsun;

Flestar kenningar sem settar hafa verið fram um aðferðir í skapandi hugsun byggja allar á þessari forskrift Kelley bræðranna.  Verkferlarnir fimm eru:
•    Samkennd en líka talað um samhyggð (e.Empathize)
Mikilvægt er að setja sig í spor þátttakenda og viðskiptavina og skilja þarfir þeirra. Fá djúpa innsýn í viðfangsefnið. Hér gæti þurft að tala við sérfræðinga og fagfólk sem hefur mikla þekkingu. Mikilvægt að aðskilja fyrirfram skoðanir á viðfangsefninu og hlusta á notendur eða neytendur vörunnar. Hér finnur maður mögulega vanda eða áskorun.
•    Afmarka vandann – skilgreining á vali (e. Define).
Skilgreina vandann og hvert verkefnið er. Greina upplýsingar sem hafa safnast og skoða þær með lausnir í huga. Hér þarf að skoða hvernig hugsanlegar lausnir komi notendum fyrir sjónir. Einnig kanna hvort betri eða einfaldari lausnir finnist. Hér finnum við hugsanlegan markhóp.
•    Hugmyndun (e. Ideate).
Þetta skref tekur á hugmyndavinnslu og að skoða viðfangsefnið út frá ólíkum áttum. Hér þarf að hugsa „út fyrir boxið“ og finna nýjar lausnir. Mikilvægt að hafa hugarflæði en líka ákveðið skipulag að leiðarljósi. Ýmsar aðrar aðferðir geta einnig nýst og má þar t.a.m. nefna SVÓT greiningu.
•    Þróa frumgerðir (e. Prototype).
Samkvæmt Kelley er hér unnið með hugmyndaframleiðsluvél (e. Idea engine) fyrirtækis/námskeiðs. Góða lausn á vandamáli og styðja sig við æfingar til að kanna hvort lausnirnar virki í þeim aðstæðum sem við setjum upp. Hér setjum við líka upp dagskrá námskeiðsins og finnum lausnir.
•    Prófa (e. test)
Þátttakendur vinna fljótlegar frumgerðir að lausnum og prófa sig áfram. Þetta er eiginlegt tilraunastig og markmiðið að finna bestu lausnina sem skilgreind hefur verið áður á fyrri stigum ferilsins. Hér þarf að finna út hvernig mögulegir notendur upplifa lausnina og hvort hún hentar (Kelley, 2016). Hér þarf einnig að fara yfir allt ferlið með gagnrýnum augum, skoða hvað gekk vel og hvað fór úrskeiðis með það fyrir augum að laga það sem betur má fara þannig að ásættanleg lausn finnist.

Námskeiðið okkar – Vegan fólk á fjöllum
Á þessu námskeiði erum við að tengja saman fólk sem neytir ekki dýraafurða og hefur gaman að því að ferðast á fjöllum. Hér er þeim kennt hvernig hægt er að útbúa á fjöllum bragðgóðan og hollan mat úr jurtaríkinu eða svokallaðan Vegan-mat.  Þema námskeiðsins verður því Vegan matur og fjallamennska sem við skilgreinum sem bæði frumlegt og mjög þarft námskeið þar sem þessi hópur fer ört stækkandi.  Í talglærunum verður fjallað nánar um útfærslu námskeiðsins.

Að lokum hvað lærðum við af þessu ferli?
Skapandi hugsun er vanmetinn þáttur í skipulagi fræðslu og hönnun námskeiða.  Einn helsti menntamálafrömuður heims Sir Ken Robinson heldur því fram að hið hefðbundna skólakerfi eyðileggi sköpunarhæfni nemenda þar sem mistök eru það versta sem nemendur geti gert og það bæli einstaklinsbundna hæfileika og hvatann til að læra.  Skapandi hugsun aftur á móti hvetur nemendur til að prófa sig áfram og það sé einn besti skólinn til að gera betur og ná árangri sé að vera frumlegur, prófa og læra af mistökum. Við skipulagningu okkar námskeiðs hefur það verið mjög gagnlegt og lærdómsríkt ferli að nota aðferð skapandi hugsunar og sjáum við mikla framtíð í því að tileinka okkur þessa fimm skrefa aðferð í framtíðinni.  Aðferðir skapandi hugsunar eru í stöðugri þróun og stöðugt unnið að aðlögun þeirra í menntavísindum. Því verður áhugavert að fylgjast með áframhaldandi notkun skapandi hugsunar í skipulagi fræðslu með fullorðnum og hvort notkun þeirra veiti fræðslufyrirtækjum samkeppnisforskot.
Verkefni í NAF002 -Skipulagning og framkvæmd fræðslu með  fullorðnum.
Aðalheiður Halldórsdóttir, Guðrún Lárusdóttir og Þröstur Þór Ólafsson

Skildu eftir svar