Janúar pæling um punkta og lituð spjöld!

Ein pæling:
Í nokkur ár hef ég haldið utan um námskeið sem ætlað er fólki sem þarf að vinna með eiturefni. Nemendur koma mjög víða að og námsgetan er á afar breiðu sviði. Á þetta námskeið koma aðilar sem eiga erfitt með lestur og athygli, ég fæ líka til mín fólk sem er ekki með íslensku sem sitt fyrsta tungumál, ég fæ aðila sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki og yfir í aðila með mjög langa skólagöngu. Eitt sem mér finnst snúið á þessu námskeiði og það er að virkja nemendur til að taka þátt í náminu og eins að fá viðbrögð frá nemendum um það m.a. hvað þeir vilja læra, hvernig kennarar hafa staðið sig, lærðu þeir eitthvað, var aðgengi að námsefni í lagi o.s.frv. Það má því í raun segja að það er erfitt að fá þennan hóp nemenda til að gefa okkur raunhæft námsmat til baka að loknu námskeiði. …. og trúið mér ég er búin að prófa ýmsar aðferðir.
Í lok febrúar verður næsta námskeið, ég ætla að prófa að nota bæði punktaspurningar og kortaspurningar í upphafi námsins (viku langt námskeið), inn á milli og í lokin. Með þessu vonast ég til að fá nemendur til að verða virkari í tímunum og eins að ég fái meiri upplýsingar til baka svo ég geti náð betur utan um það hvort við séum að gera rétt í þessu námi. Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með, ég er mjög bjartsýn á að þetta komi til með að virka.

Hér má finna auglýsingu á Facebook um þetta nám: https://www.facebook.com/namskeid/photos/a.189120974464683.44752.188659381177509/1659277240782375/?type=3&theater

Eitt svar við “Janúar pæling um punkta og lituð spjöld!”

  1. Já ég er sammála þér Gurra að það getur verið sjónrænt og gott ráð á námskeiðum að hafa mismunandi liti á spjöldum og hvíld frá þessum blessuðu glærum. Eins eru punktaspurningarnar þar sem þú staðsetur þig á skalla skemmtilega naivt og kemur fólki í gang þegar það mætir á námskeið og þarf að fara að hugsa og staðsetja sig um leið og það mætir.

Skildu eftir svar