Þetta námskeið er örugglega aðeins öðruvísi en mörg önnur námskeið sem þú hefur tekið. Á þessu námskeiði þarft þú að velja þér námsbækur og velja sjálf/ur sum af þeim verkefnum sem þú vinnur. Þess vegna skiptir það miklu máli að setja sig vel inn í skipulag námskeiðsins sem allra fyrst.
- Skráðu þig endilega á Facebook síðu námskeiðsins
- Skoðaðu og skráðu þig á námskeiðsvefinn og settu mynd af þér á vefinn
- Lestu námskeiðslýsinguna vandlega og áttaðu þig á hæfniviðmiðunum.
… og spáðu í og skráðu helst hjá þér þín eigin markmið með því að sækja þetta námskeið - Skoðaðu síðuna um þemu námskeiðsins. Þar er yfirlit yfir innihald alls námskeiðið.
- Kynntu þér listann yfir lesefni námskeiðsins og veldu þér og pantaðu sem yfirlitsbók.
- Byrjaðu að hugsa um verkefnin; hvaða verkefni höfða til þín .
- Þá er sniðugt að renna yfir aðal bókina sem þú velur og búa þér til yfirlit yfir viðfangsefni hennar og hvað þú ímyndar þér að þú munir læra á því að lesa hvern kafla fyrir sig og jafnvel hvernig það lesefni geti hjálpað þér að ná hæfniviðmiðum námskeiðsins og markmiðum þínum.
- Á þessu námskeiði skiptir miklu máli að við vinnum saman og hjálpumst að, þannig að virk þátttaka þín í tímum OG á vefnum (hér á námskeiðsvefnum og í Facebook hópnum) hefur veruleg áhrif á árangur þinn á námskeiðinu og hversu ánægjuleg reynslan verður af því að taka námskeiðið.