Tími æfinga og leikja

Nú er kominn tími á að ná þokkalegu valdi á umhverfinu sem við erum að vinna með.

Það sem ég bið ykkur um að gera núna er

  1. Búa til bloggfærslu (amk. eina til að vera viss um að þið getið það)
  2. Taka þátt í stuttum umræðum á umræðuþráðunum
  3. Vista slóð í bloggfærslu eða umræðuþráð í Facebook hópinn okkar

1)  Búðu til bloggfærslu.

Það er einfalt að búa til bloggfærslur á svona vef. Lestu leiðbeiningarnar frá mér og kynntu þér aðrar leiðbeiningar hér á vefnum og búðu svo til eina færslu.

Settu mynd

Settu mynd í færsluna… hún má vera frá þér… eða af vefnum, en þá skaltu nota myndir sem nota. Þær finnur þú t.d. hér

Hafðu slóð í eitthvað efni sem þú vísar í

Þú velur texta sem á að vera slóð, slærð á lyklana „Ctrl + K“ og skeytir slóðinni í reitinn sem opnast og smellir á bláu píluna.

Um hvað ætti færslan að vera?

Nýleg grein: Finndu  nýlega fræðigrein um hönnun náms ( leitartexti í Google scholar eða leitir.is gæti t.d. litið svona út: Designing learning for adults eða  Instructional design Adult ) finnið eina nýlega sem ykkur líst á, kíkið á abstraktinn og segjið stuttlega frá honum, af hverju greinin vakti athygli og um hvað þér sýndist aðara greinar snúast um. – Svona fáum við pínulítið tilviljanakennt yfirlit yfir það sem fólk er að skrifa um einmitt núna og tengist viðfangsefni námskeiðsins. Mundu að setja slóð í greinina.

Ein pæling: Eða skrifaðu eina stutta pælingu sem tengist viðfangsefni námskeiðsins; skrifaðu nokkrar línur um eitthvað sem hefur vakið athygli þína og fengið þig til að hugsa út frá lesefni, eða umræðum í tíma/staðlotu.

ATH: Enginn mun meta textann, aðal málið er að prófa að búa til bloggfærslu,  EKKI nota langan tíma í að leita, og enn síður í að skrifa flottan texta! Við erum fyrst og fremst að æfa tæknina, en það er skemmtilegra að skrifa um eitthvað sem kemur námskeiðinu við.

Skrifaðu viðbrögð við færslu þriggja félaga

Ef þú ert skráð/ur inn getur þú skrifað viðbrögð við pósti í reit sem birtist fyrir neðan færsluna.

Smelltu endilega á „Líka við“ lika – svona upp á grín 😉

Leiðbeiningar um bloggfærslur hér:

2) Taktu þátt í umræðum í umræðuþráðunum

Opnaðu umræðuþræðina og finndu þráðinn: „Æfingaumræður“ og svaraðu þar einum þræði og búðu til nýjan þráð „Topic“.

3) Settu slóð í Facebook

Þar sem (ég reikna með að ) allir fylgjast með í Facebook þá er sniðugt að setja slóð þangað þegar við birtum eitthvað nýtt hérna á námskeiðsvefnum. Prófaðu það: Þá afritar þú slóðina annað hvort í bloggfærsluna þína, eða umræðuþráð og skeytir henni í Facebook með smá texta frá þér.

Slóðin er langi textinn sem stendur ofarlega í vafranum:

Gangi þér vel.

EKKI hika við að spyrja, annað hvort í umræðuþræðinum hér fyrir neðan eða í Facebook!

Skildu eftir svar