Ég las um daginn fína grein í Gátt tímariti FA sem skrifuð er af Helgu Rún Runólfsdóttur. Greinin fjallar um íslenska vinnumarkaðinn og þær auknu kröfur sem gerðar eru í dag til starfsmanna. Fólk á vinnumarkaði þarf að tileinka sér sveigjanleika, aðlögunarhæfni og aðra fjölbreytta hæfni til að standast kröfur atvinnulífsins. Í dag eru margir jafnvel 50 ár á vinnumarkaði og því mikilvægt að vera vel undirbúinn að standast allar kröfur ef þú ætlar að halda starfinu út starfsævina. Okkar nútími er sífellt að breytast og kröfur að aukast um færni. Það er talað um að starfsfólk þarf að læra og temja sér nýja færni samhliða starfi eða „learn while you earn“. Í greininni er bent á atvinnuhæfni út frá mismunandi sjónarhornum. Frá sjónarhorni einstaklinga og eins út frá sjónarhorni fyrirtækja og samfélagsins. Atvinnuhæfni er tvímælalaust langtímaverkefni og alltaf sé svigrúm til úrbóta og símenntunar. Ekki síst er talið mikilvægt að efla sjálfstrú, sjálfsöryggi og sjálfsálit. Þessir þrír þættir vegi þyngst í atvinnuhæfni. Þá kemur fram að læra allt sitt líf er talið eitt af mikilvægu þáttunum, jákvætt viðmót og taka ábyrgð. Ekki slæm skilaboð fyrir okkur sem erum að hanna og skipuleggja námskeið fyrir fullorðna. Hér er slóðin þar sem greinin er birt í heild sinni: http://frae.is/utgafa/gatt-arsrit/