Aðlögun eða þátttaka?

Hvaða áhrif hafa hugtökin „við “ og „þau” á nálgun okkar á hvernig við tökumst á við fræðslu fyrir fullorðan?

Við lestur rits sem var gefið út af Norrænu ráðherranefndinni 2017 um endurmenntun og störf með fullorðnum þá kennir ýmissa grasa. Rit þetta heitir „Dialog intergration och inklusion” sem lauslega þýtt er „samtal um samþættingu og þátttöku”. Með samþættingu er verið að tala um að fólk lagi sig að því ástandi sem er núna, samþættist því meðan þáttaðan miðast að því að allir taki þátt í því sem er að gerast. Í samþættingunni er það við sem erum og þau sem komu. „Við sem erum” er viðmiðið sem „þau sem komu” laga sig að. Það miðast að mestu við að þeir sem komu hendi því gamla og taki hið nýja. Með þátttöku þá taka allir þátt í því að skapa eitthvað nýtt. „Þeir sem koma” koma með sitt innlegg og „við sem erum” með okkar. Úr því verður suðupottur sem endar með samfélagi sem allir hafa lagt sitt af mörkum í. Að vísu erum „við sem erum” hrædd um að tapa okkar sérkennum og sérstöðu en gildir það ekki líka um hina? Þessar skilgreiningar á hugtökunum eru vel í anda opnunargreinar ritsins eftir prófessor Jon Rogstad. En þar er hann að velta þessum hugtöku fyrir sér. Út frá þeim vangaveltum vill hann meina að samþætting getur verið tvíeggjað blað. Það setur okkur í við og þau spor þannig að ef við erum hið venjulega þá eiga þau að samlagast því. Í staðin fyrir að við getum lært og lagast að þeim við það að þau lagist að okkur. Það er blöndun eða þátttaka.

Í annarri grein eftir Fredrik Buhl Kristjansen fjalla hann um aðgang útlendings að samfélaginu, tungumálið. Hún fjallar um Karen Lund lektor í Menntunar og uppeldisfræðin við Árósaháskóla í Kaupmannahöfn. Hún hefur starfað við rannsóknir á menntun útlendinga í þrjá áratugi og kann því frá ýmsu að segja. Viðtalsefnið er niðurskurður Dönsku ríkisstjórnarinnar á kennslu til útlendinga um helming eða úr 60 ECTS einingum í 30. Hún horfir ekki á styttinguna sem vanda heldur á möguleikana sem felast í aðlögunarpakka þeirra. Þar er talað um að útlendingum skuli skapaður möguleiki á að bæta tungumálið með vinnu. Þ.a.s að tungumálakennsla fari fram í samstarfi við atvinnulífið. Bendir hún að þann vanda sem getur skapast ef þessir tveir staðir verða aðskildir og sundurslitnir. Ef vinnan og skólinn verða í sitt hvoru horninu getur skapast múr á milli sem getur skapað stærri vanda en honum er ætlað að leysa. Hún vill meina að tungumálakennsla á vinnustað eða með þarfir vinnunnar gagnist meira. Hún vill byggja vinnupalla úr þeim þörfum sem vinnan réttir þér. Byggja kennsluna upp eins og þegar verið er að kenna barni. Einfalt og án flókinna skýringa á neðsta palli og flækja svo málið eftir því hversu ofar þú kemur á vinnupallana. Nefnir hún máli sínu til stuðnings örlög þá sem fluttu til landsins í kringum 1960. Þjóðverjar og Pakistanar. Þetta fólk kom til landsins vegna vöntunar á fólki og raukbeint inn á vinnumarkaðinn án þess að fá nokkra formlega tungumálakennslu. Þau lærðu strax einföld hugtök tengd vinnunni og sitja föst á þeim stað. Þau kunna ekkert meira en þessi hugtök og kunna þau illa. Það skaðar þeim slælega stöðu á vinnumarkaðinum núna þar sem krafan um tungumálakunnáttu er meiri núna. Falla þau því út af markaðnum við breytingar og eru síður ráðin aftur þar sem orðaforði þeirra er takmarkaður eingöngu við það sem þau gerðu. Vil hún meina að atvinnulífið hafi ekki tíma í sínum hraða heim til að kenna á þolinmóðan hátt, eins og barni, að tala. Vil hún því að í gegnum vanda á vinnustað fái starfsmenn svo næði í kennslustofunni til að þróa tungumálið áfram. Því í kennslustofunni er tími til að þróast og prufa svolítið sem atvinnulífið hefur ekki svigrúm til að gefa. Tungumálinu skiptir hún í tvö svæði vart og hvítt. Svart er vinnuskilgreiningar sem eru svo faglegar að eingöngu fagfólk skilur það og hvítt er almenna tungumálið sem á við athafnir hins daglega lífs eins og versla inn og þess háttar. Á milli þessara svæða er gráa svæði það er svæðið sem fagfólkið á til að skýra út fyrir okkur hinum flókna faglega hluti. T.d ef ég tala um fyllingargráðu vélar þá er ekki víst að allir myndu skilja mig en ef ég fer að tala um muninn á milli sog þrýstings og mótstöðu í pústgrein þá fara fleiri að skilja hvað ég er að tala um. Það sem Karen Lund vill gera er að vinna á þessu gráa svæði með sína nemendur og kenna þeim meira af grásvæðismáli. Því það tengir daglegar athafnir við atvinnulífið er því til að brúa bilið milli þessara tveggja heima.

Það sem er athyglivert við þessar tvær greinar er hugtaka notkunin en í báðum greinunum er talað um aðlögun (inklusion) en út frá sitt hvoru sjónarhorninu. Í grein Jon Rogestad er verið að fjalla um mismuninn á aðlögun og þátttöku og varað við þú og ég hugsuninni. Þar er talað um samfélagslega þátttöku eða aðlögun meðan viðtalið hans Fredriks fjallar um aðlögun að tungumálakennslu og aðlögun að nýrri lagasetningu. En Karen Lund bendir á hvernig hægt er að aðlaga tungumálakennslu nýrri löggjöf og þar með innflytjendur að danskri tungu og þar með opna fyrir þátttöku í samfélaginu.

Skildu eftir svar