Er jafnrétti að meðhöndla alla jafnt?

Er jafnrétti að meðhöndla alla jafnt?

Í grein í Dialog 2017 málgagni samráðsvettvangs fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum er athygliverð grein eftir Julianne Elver um jafnrétti. (http://nvl.org/Content/Dialog-2017-Inklusion-och-integration) bls 42. Greini er byggð á viðtali hennar við Shahamak Rezaei PhD í Vistfæði við Hróarskeldu Háskóla, velti hann upp þeirri spurningu hvort jafnrétti í meðhöndlun innflytjenda sé í raun jafnrétti. Að það geti verið jafnrétti að beita mismunun.

Í dæminu tekur hann tvo innflytjendur, Kjarneðlisfræðing frá Íran og einstæða ólæsa móður frá Senegal. Báðir þessir einstaklingar voru settir í sama farveginn þegar koma að dönskukennslu. Fyrir annan var það skot langt undir markið en hin langt yfir markið. Er tekið til samanburður örlögum hóps flóttamanna frá Íran, þar sem sambærilegur hópur með sambærilegan bakgrunn, frá sama þorpi, svipaður aldur og sambærilegur námslegur bakgrunnur, enduðu í mismunandi löndum. Við eftirgrennslan kom í ljós að þeir sem enduðu í Bandaríkjunum og Kanada voru komnir í vinnu við sitt fag, þeir sem enduðu í suður Evrópu voru búnir að stofna fyrirtæki en þeir sem enduðu á Norðurlöndunum eru á velferðarkerfinu eða í lágt launuðum störfum jafnvel fjarri sínu námslega bakgrunni.

Vill hann kenna jafnréttinu um. Í krafti jafnréttis eru sumir brotnir niður og áhugi drepin með því að setja þá í nám undir getu. Meðan aðrir sjá ekki til sólar vegna of hárra námskrafna.

Í krafti jafnréttis til mismununar þá hefði verið betra að hefja nám konunnar frá Senegal frá grunni og kenna henni að lesa ásamt því að kenna henni dönsku. Kjarneðlisfræðingurinn hann þurfti ekki að læra að lesa h

ann þurfti bara að læra dönsku. Er þetta kannski þessi algengi misskilningur

á jafnrétti að það þýði að allir eigi að

 vera jafnir. Jafnrétti er að allir eiga að hafa sama möguleika sem tryggir jafnan rétt til mismunandi leiða

(Myndin er fengin af: http://www.businessdisabilityinternational.org/when-is-equality-not-equality/)

Skildu eftir svar