Námsmat… Leiðsagnarmat

leiðsagnarmat

Til þess að ná valdi á hæfniviðmiðum námskeiðsins þarft þú að afla þér ákveðinnar þekkingar, æfa ákveðna hæfni og vinna jafnvel með viðhorf þín til sjálfs þín, til verkefnisins að skipuleggja og leiða námsferla með fullorðnum og til skilnings þíns á fullorðnum sem námsmönnum.

Lestur bóka, greina, bloggfærslna, gagnast heilmikið, sömuleiðis að hlusta á fyrirlestra og taka þátt í samtölum og skriflegum umræðum og að lokum að vinna alls konar verkefni. Á námskeiðinu er ykkur boðið uppá að vinna nokkur ólík verkefni til að þjálfa hæfni sem hjálpar ykkur að ná hæfniviðmiðunum.

Á þessu námskeiði langar mig að halda áfram með tilraunir mínar með að færa viðbrögð við verkefnum fram fyrir lokaskil! Ég er að gera tilraunir með svo kallað „Leiðsagnarmat“ þar sem þið fáið viðbrögð áður en þið skilið verkefnunum endanlega. Þannig getið þið nýtt viðbrögðin við verkefnavinnuna, í stað þess að fá viðbrögð í lok misseris sem þið notið kanski einhverntíma síðar… eða ekki 😉

Við gerum þetta þannig að þið skilið verkefnunum í TurnitIn fyrir eina af þremur skiladagsetningum, skömmu síðar fáið þið viðbrögð frá mér. Þá lagið þið verkefnið – og notið Track Changes í Word  (svo ég sjái fljótt bretyingarnar)  sendið breytta skjalið til baka í TurnitIn og ég gef ykkur einkunn – væntanlega í næstu yfirferðartörn. Þetta á við um verkefnin þar sem þið eigið að skila  fræðilegum texta eins og bloggfærslum, skýrslum og kennslufræðilega rökstuðningnum með námskeiðsmöppunni. Þetta á ekki við um námskeiðsmöppuna sjálfa eða markmiðin – þið fáið öðru vísi aðstoð með þau verkefni.

Ég er að vonast til að með þessu móti nýtist ykkur verkefnin og viðbrögðin betur í tengslum við að þjálfast í fræðilegum skrifum.

Vinsamlega lesið líka:

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: